Tom Brady lét ekki meira en tuttugu ára aldursmun stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 14:01 Tom Brady var frábær í sigri Tampa Bay Buccaneers liðsins í gær. AP/Mark LoMoglio Tom Brady átti stórleik í NFL-deildinni í gær í sögulegum leik út frá aldri leikstjórndana liðanna. Tvö lið eru búin að vinna fjóra fyrstu leiki sína. Seattle Seahawks og Buffalo Bills hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína í NFL-deildinni en tvö önnur lið gætu komist í þann hóp í kvöld. Hvað ungur nemur gamall temur átti vel við í gær. Hinn 43 ára gamli Tom Brady leiddi Tampa Bay Buccaneers liðið þá til endurkomusigurs á móti Los Angeles Chargers. .@TomBrady's 5th TD pass of the day and the @Buccaneers re-take the lead! #GoBucs : #LACvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/P2o6uTmZ9D— NFL (@NFL) October 4, 2020 Leikstjórnandi mótherjanna í Chargers var hinn 22 ára gamli Justin Herbert en nýliðinn átti mjög flottan leik og Los Angeles Chargers liðið náði 24-7 forystu í leiknum. Tom Brady var stórkostlegur í endurkomu síns liðs og gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum. Þetta er mesti aldursmunur á leikstjórnendum liða í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady var nákvæmlega 43 ára og 62 daga en Justin Herbert 22 ára og 208 daga. Það var mjög gaman í stúkunni hjá dóttur Tom Brady eins og sjá má hér fyrir neðan. Let s goooooooo! #touchdown pic.twitter.com/E67XlYKuhu— Gisele Bündchen (@giseleofficial) October 4, 2020 Nýliðinn Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals fagnaði á sama tíma sínum fyrsta sigri þegar Bengals liðið vann 33-25 sigur á Jacksonville Jaguars. Burrow varð þar fyrsti nýliðinn í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda þrjá leiki í röð. Russell Wilson og félagar í Seattle Seahawks urðu fyrstir til að vinna fjóra leiki þegar þeir lögðu Miami Dolphins 31-23. Buffalo Bills bættist í hópinn seinna um daginn með 30-23 sigri á Las Vegas Raiders. Kansas City Chiefs og Green Bay Packers spila bæði í kvöld en þau hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. .@JoshAllenQB is so right now. #BillsMafia : #BUFvsLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/024EzSafTB pic.twitter.com/xNih9RJFbH— NFL (@NFL) October 4, 2020 Indianapolis Colts varð fyrsta liðið til að vinna Chicago Bears en Colts vörnin var sterk í 19-11 sigri. Bæði lið hafa nú unnið þrjá leiki og tapað einum. Odell Beckham Jr. fór loksins í gang hjá Cleveland Browns liðinu og skoraði þrjú snertimörk í 49-38 sigri á Dallas Cowboys en Cleveland hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Dallas tapaði aftur á móti sínum þriðja leik á tímabilinu. ODELL BECKHAM JR. : #CLEvsDAL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/A8P7Hx8E7H— NFL (@NFL) October 4, 2020 Lamar Jackson gaf tvær snertimarkssendingar og hljóp síðan sjálfur 50 jarda í mark þegar Baltimore Ravens vann 31-17 sigur á Washington Football Team og er eftir það með þrjá sigra og eitt tap. Minnesota Vikings vann 31-23 sigur á Houston Texans í uppgjöri tveggja liða án sigurs og útherjinn Tre'Quan Smith og hlauparinn Latavius Murray skoruðu báðir tvö snertimörk þegar New Orleans Saints vann 35-29 sigur á Detroit Lions. Philadelphia Eagles kom mörgum á óvart með því að vinna 25-20 útisigur á San Francisco 49ers liðinu en þetta var fyrsti sigurinn hjá Eagles á leiktíðinni. Tveir leikmenn liðsins, þeir Travis Fulgham og Alex Singleton, skoruðu fyrstu snertimörk sín á ferlinum í leiknum. FINAL: The @Eagles take home the Sunday Night win! #FlyEaglesFly #PHIvsSF (by @Lexus) pic.twitter.com/6AvdLxfPOx— NFL (@NFL) October 5, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31 NFL Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Tom Brady átti stórleik í NFL-deildinni í gær í sögulegum leik út frá aldri leikstjórndana liðanna. Tvö lið eru búin að vinna fjóra fyrstu leiki sína. Seattle Seahawks og Buffalo Bills hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína í NFL-deildinni en tvö önnur lið gætu komist í þann hóp í kvöld. Hvað ungur nemur gamall temur átti vel við í gær. Hinn 43 ára gamli Tom Brady leiddi Tampa Bay Buccaneers liðið þá til endurkomusigurs á móti Los Angeles Chargers. .@TomBrady's 5th TD pass of the day and the @Buccaneers re-take the lead! #GoBucs : #LACvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/P2o6uTmZ9D— NFL (@NFL) October 4, 2020 Leikstjórnandi mótherjanna í Chargers var hinn 22 ára gamli Justin Herbert en nýliðinn átti mjög flottan leik og Los Angeles Chargers liðið náði 24-7 forystu í leiknum. Tom Brady var stórkostlegur í endurkomu síns liðs og gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum. Þetta er mesti aldursmunur á leikstjórnendum liða í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady var nákvæmlega 43 ára og 62 daga en Justin Herbert 22 ára og 208 daga. Það var mjög gaman í stúkunni hjá dóttur Tom Brady eins og sjá má hér fyrir neðan. Let s goooooooo! #touchdown pic.twitter.com/E67XlYKuhu— Gisele Bündchen (@giseleofficial) October 4, 2020 Nýliðinn Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals fagnaði á sama tíma sínum fyrsta sigri þegar Bengals liðið vann 33-25 sigur á Jacksonville Jaguars. Burrow varð þar fyrsti nýliðinn í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda þrjá leiki í röð. Russell Wilson og félagar í Seattle Seahawks urðu fyrstir til að vinna fjóra leiki þegar þeir lögðu Miami Dolphins 31-23. Buffalo Bills bættist í hópinn seinna um daginn með 30-23 sigri á Las Vegas Raiders. Kansas City Chiefs og Green Bay Packers spila bæði í kvöld en þau hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. .@JoshAllenQB is so right now. #BillsMafia : #BUFvsLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/024EzSafTB pic.twitter.com/xNih9RJFbH— NFL (@NFL) October 4, 2020 Indianapolis Colts varð fyrsta liðið til að vinna Chicago Bears en Colts vörnin var sterk í 19-11 sigri. Bæði lið hafa nú unnið þrjá leiki og tapað einum. Odell Beckham Jr. fór loksins í gang hjá Cleveland Browns liðinu og skoraði þrjú snertimörk í 49-38 sigri á Dallas Cowboys en Cleveland hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Dallas tapaði aftur á móti sínum þriðja leik á tímabilinu. ODELL BECKHAM JR. : #CLEvsDAL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/A8P7Hx8E7H— NFL (@NFL) October 4, 2020 Lamar Jackson gaf tvær snertimarkssendingar og hljóp síðan sjálfur 50 jarda í mark þegar Baltimore Ravens vann 31-17 sigur á Washington Football Team og er eftir það með þrjá sigra og eitt tap. Minnesota Vikings vann 31-23 sigur á Houston Texans í uppgjöri tveggja liða án sigurs og útherjinn Tre'Quan Smith og hlauparinn Latavius Murray skoruðu báðir tvö snertimörk þegar New Orleans Saints vann 35-29 sigur á Detroit Lions. Philadelphia Eagles kom mörgum á óvart með því að vinna 25-20 útisigur á San Francisco 49ers liðinu en þetta var fyrsti sigurinn hjá Eagles á leiktíðinni. Tveir leikmenn liðsins, þeir Travis Fulgham og Alex Singleton, skoruðu fyrstu snertimörk sín á ferlinum í leiknum. FINAL: The @Eagles take home the Sunday Night win! #FlyEaglesFly #PHIvsSF (by @Lexus) pic.twitter.com/6AvdLxfPOx— NFL (@NFL) October 5, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31
NFL Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira