Kínverska sendiráðið virðist hafa stundað vöktun úr hófi fram Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 10:18 Öryggismyndavélar á horni kínverska sendiráðsins við Bríetartún 1 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira