Novak Djokovic sló aftur í dómara: „Vandræðalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 07:30 Novak Djokovic hafði ekki heppnina með sér og kom sér aftur í fréttirnar fyrir að slá boltanum í dómara. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum. Tennis Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira