Stöðugleiki Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 6. október 2020 07:30 Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun