Djöflarnir snúa aftur til Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2020 10:56 Tasmaníudjöflar eru taldir geta spornað gegn villiköttum og hjálpað dýralífi Ástralíu. EPA/BARBARA WALTON Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022. Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022.
Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira