Þórsarar báðu um frestun en fengu neitun: „Mér finnast þetta aumar afsakanir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2020 15:09 Þórsarar vildu fresta leiknum gegn Keflvíkingum í kvöld. vísir/bára Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví. Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57