Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:04 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands. Hún telur að margt fólk hafi slakað á varðandi fjarlægðartakmörk eftir að eins metra regla tók við af tveggja metra reglu. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira