Tökum ekki óþarfa áhættu með líkama okkar William Thomas Möller skrifar 6. október 2020 21:00 Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar