Munu leggja til bann við sölu á orkudrykkjum til barna og unglinga Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2020 08:24 Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu Getty Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“ Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“
Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira