Hlutdeildarlánin verði fyrir allt að 58,5 milljóna hóflegar íbúðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 15:01 Á höfuðborgarsvæðinu verður aðeins lánað til nýrra íbúða. Vísir/Vilhelm Hægt verður að fá hlutdeildarlán fyrir íbúð sem kostar allt að 58,5 milljónir króna samkvæmt drögum að reglugerð um hlutdeildarlán sem félagsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir sem falli undir skilyrði reglugerðarinnar séu „hagkvæmar og hóflegar sem frekast kostur er“. Alþingi samþykkti fyrr á árinu lög um hlutdeildarlán sem gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Lögin gilda einnig um þá sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði undanfarin fimm ár. Drögin að reglugerðinni sem nú hafa verið birt skilgreina nánar þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá hlutdeildarlán. Frestur til að gera athugasemdir við reglugerðina rennur út 20. október næstkomandi. Löggjöf um hlutdeildarlán tekur gildi 1. nóvember næstkomandi og er ráðgert að fyrsta úthlutun hlutdeildarlána fari fram 20. desember. Í hnotskurn Kaupandi leggur að lágmarki fimm prósent við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75 prósent og ríkið lánar svo 20-30 prósent í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með utanhald um lánin. Hutdeildarlán eru ætluð til umsækjendum með tekjur undir 7,56 milljónir á ári miðað við einstakling eða 10,56 milljónir á ári samanlagt fyrir hjón miðað við síðastliðna 12 mánuði getur numið allt að tuttugu prósent kaupverðs. Við þær tekjur bætast 1,56 milljónir króna fyrir hvert barn eða ungmenni að tuttugu ára aldri sem býr á heimilinu. Þó er heimilt að veita allt að 30 prósent hlutdeildarlán til einstaklinga með lægri tekjur en 5,018 milljóni á ári eða til hjóna eða sambúðarfólks með samanlagt lægri tekjur en 7,020 milljónir á ári miðað við síðastliðna 12 mánuði. Íbúðir þurfi að vera hagkvæmar og hóflegar Umsækjandi þarf að leggja fram eigið fé sem nemur að lágmarki fimm prósent kaupverðs, og eigi hann meira en það kemur það til lækkunar hlutdeildarlánsins. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins lánað til kaupa á nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir á grundvelli samnings byggingaraðilans við stofnunina. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir séu svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur í því skyni að unnt verði að selja þær á viðráðanlegu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Ekki er frekar skilgreint í reglugerðinni hvað felst í hóflegri íbúð, annað en að þær skuli vera einfaldar að allri gerð og miðast við fjölskyldustærð kaupanda. Þá er umsækjenda heimilt að kaup á íbúðarhúsnæði með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar á umsóknardegi miðað við fjölskyldustærð, miðað er við eftirfarandi hámarksverð á höfuðborgarsvæðinu: Hvað með landsbyggðina? Í reglugerðinni kemur fram að heimilt sé að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins í húsnæði sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand íbúðar þannig að jafna megi til ástands nýrrar íbúðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur hvort íbúð uppfylli skilyrði um hagkvæmni og ástand. Á landsbyggðinni er miðað við eftirfarandi hámarksverð: Í reglugerðinni kemur einnig fram að umsækjundum sé heimilt að draga frá eigið fé sem bundið er í hóflegri bifreið, svo dæmi séu tekin. Ekki er skilgreint hvað flokkast sem hófleg bifreið í reglugerðinni. Úthlutað sex sinnum á ári Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal úthluta hlutdeildarlánum sex sinnum á ári. Úthlutanir skulu fara fram 20. febrúar, 20. apríl, 20. júní, 20. ágúst, 20. október og 20. desember ár hvert. Dugi fjármagn sem til úthlutunar er hverju sinni ekki til að anna eftirspurn eftir lánunum skal dregið úr þeim umsækjendum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána. Umsækjendur með samþykkt kauptilboð um íbúðarhúsnæði njóta forgangs að hlutdeildarlánum umfram þá sem ekki hafa samþykkt kauptilboð. Enn fremur skal miða við að ár hvert úthluti stofnunin að minnsta kosti 20% hlutdeildarlána til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.Skulu umsóknir flokkaðar í eftirfarandi flokka: Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis þar sem umsækjandi er með samþykkt kauptilboð. Umsóknir á höfuðborgarsvæði með samþykkt kauptilboð. Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis án samþykkts kauptilboðs. Umsóknir á höfuðborgarsvæði án samþykkts kauptilboðs. Drögin að reglugerðinni má skoða hér en frestur til þess að gera athugasemd við þau rennur út 20. október næstkomandi. Húsnæðismál Félagsmál Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Hægt verður að fá hlutdeildarlán fyrir íbúð sem kostar allt að 58,5 milljónir króna samkvæmt drögum að reglugerð um hlutdeildarlán sem félagsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir sem falli undir skilyrði reglugerðarinnar séu „hagkvæmar og hóflegar sem frekast kostur er“. Alþingi samþykkti fyrr á árinu lög um hlutdeildarlán sem gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Lögin gilda einnig um þá sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði undanfarin fimm ár. Drögin að reglugerðinni sem nú hafa verið birt skilgreina nánar þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá hlutdeildarlán. Frestur til að gera athugasemdir við reglugerðina rennur út 20. október næstkomandi. Löggjöf um hlutdeildarlán tekur gildi 1. nóvember næstkomandi og er ráðgert að fyrsta úthlutun hlutdeildarlána fari fram 20. desember. Í hnotskurn Kaupandi leggur að lágmarki fimm prósent við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75 prósent og ríkið lánar svo 20-30 prósent í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með utanhald um lánin. Hutdeildarlán eru ætluð til umsækjendum með tekjur undir 7,56 milljónir á ári miðað við einstakling eða 10,56 milljónir á ári samanlagt fyrir hjón miðað við síðastliðna 12 mánuði getur numið allt að tuttugu prósent kaupverðs. Við þær tekjur bætast 1,56 milljónir króna fyrir hvert barn eða ungmenni að tuttugu ára aldri sem býr á heimilinu. Þó er heimilt að veita allt að 30 prósent hlutdeildarlán til einstaklinga með lægri tekjur en 5,018 milljóni á ári eða til hjóna eða sambúðarfólks með samanlagt lægri tekjur en 7,020 milljónir á ári miðað við síðastliðna 12 mánuði. Íbúðir þurfi að vera hagkvæmar og hóflegar Umsækjandi þarf að leggja fram eigið fé sem nemur að lágmarki fimm prósent kaupverðs, og eigi hann meira en það kemur það til lækkunar hlutdeildarlánsins. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins lánað til kaupa á nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir á grundvelli samnings byggingaraðilans við stofnunina. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir séu svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur í því skyni að unnt verði að selja þær á viðráðanlegu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Ekki er frekar skilgreint í reglugerðinni hvað felst í hóflegri íbúð, annað en að þær skuli vera einfaldar að allri gerð og miðast við fjölskyldustærð kaupanda. Þá er umsækjenda heimilt að kaup á íbúðarhúsnæði með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar á umsóknardegi miðað við fjölskyldustærð, miðað er við eftirfarandi hámarksverð á höfuðborgarsvæðinu: Hvað með landsbyggðina? Í reglugerðinni kemur fram að heimilt sé að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins í húsnæði sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand íbúðar þannig að jafna megi til ástands nýrrar íbúðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur hvort íbúð uppfylli skilyrði um hagkvæmni og ástand. Á landsbyggðinni er miðað við eftirfarandi hámarksverð: Í reglugerðinni kemur einnig fram að umsækjundum sé heimilt að draga frá eigið fé sem bundið er í hóflegri bifreið, svo dæmi séu tekin. Ekki er skilgreint hvað flokkast sem hófleg bifreið í reglugerðinni. Úthlutað sex sinnum á ári Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal úthluta hlutdeildarlánum sex sinnum á ári. Úthlutanir skulu fara fram 20. febrúar, 20. apríl, 20. júní, 20. ágúst, 20. október og 20. desember ár hvert. Dugi fjármagn sem til úthlutunar er hverju sinni ekki til að anna eftirspurn eftir lánunum skal dregið úr þeim umsækjendum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána. Umsækjendur með samþykkt kauptilboð um íbúðarhúsnæði njóta forgangs að hlutdeildarlánum umfram þá sem ekki hafa samþykkt kauptilboð. Enn fremur skal miða við að ár hvert úthluti stofnunin að minnsta kosti 20% hlutdeildarlána til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.Skulu umsóknir flokkaðar í eftirfarandi flokka: Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis þar sem umsækjandi er með samþykkt kauptilboð. Umsóknir á höfuðborgarsvæði með samþykkt kauptilboð. Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis án samþykkts kauptilboðs. Umsóknir á höfuðborgarsvæði án samþykkts kauptilboðs. Drögin að reglugerðinni má skoða hér en frestur til þess að gera athugasemd við þau rennur út 20. október næstkomandi.
Í hnotskurn Kaupandi leggur að lágmarki fimm prósent við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75 prósent og ríkið lánar svo 20-30 prósent í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar.
Húsnæðismál Félagsmál Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00
Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51
Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25