Jólasveinninn er dáinn Arna Pálsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 „Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun