Átta ára ensk stelpa bræddi hjarta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir með ungum aðdáenda en þó ekki ensku stelpunni sem sendi henni bréfið. Þær eiga eftir að hittast. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir." CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir."
CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira