Átta ára ensk stelpa bræddi hjarta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir með ungum aðdáenda en þó ekki ensku stelpunni sem sendi henni bréfið. Þær eiga eftir að hittast. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir." CrossFit Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir."
CrossFit Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Sjá meira