Fólk glímir enn við fjölþætt einkenni mánuðum eftir veikindin Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 12:00 Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands,kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar fundi í gær. Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira