Lífið

Klám og sýndarveruleiki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti Þeyr og Arnar Freyr halda úti þættinum Podkastalinn.
Gauti Þeyr og Arnar Freyr halda úti þættinum Podkastalinn.

Rappararnir Emmsjé Gauti og Arnar Freyr úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur byrjuðu nýlega með hlaðvarpið Podkastalinn. Nafnið vísar í síðdegisútvarpsþáttinn Kastalann sem strákarnir stýrðu fyrir 6 árum á KissFM. Í þættinum fara þeir um víðan völl og ræða það sem þeir kalla litlu málin.

Í nýjasta þættinum, þeim ellefta í röðinni, eru hraðar tækniframfarir þeim ofarlega í huga. Oftast er talað um framfarir sem jákvæðar, að þær einfaldi eða bæti líf fólk á einhvern hátt. Framfarirnar sem um ræðir eru hins vegar á gráu svæði að mati vinanna og eru þeir sammála um að í stað þess að einfalda og bæta lífs fólk gæti þetta orðið upphafið að einskonar siðrofi. Hlustið á vangaveltur þeirra um sýndarveruleikaklám og gúmmírassa í klippunni hér fyrir neðan.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×