Draumurinn um starf á leikskóla rættist að lokum Sylvía Hall skrifar 8. október 2020 21:01 Andy Morgan hefur loksins fengið starf á leikskóla eftir fjölda umsókna. Hér er hann ásamt börnum sínum. Úr einkasafni Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“ Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið