Fólk læri af hafnarbjörguninni í Eyjum 1973 og treysti sérfræðingum Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2020 12:16 Páll Magnússon segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira