Að rækta andlega heilsu Anna Elísabet Ólafsdóttir skrifar 10. október 2020 09:01 Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kópavogur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun