Mikið gengið á hjá Kjartani | Stefnir á að koma heim á næsta ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 09:01 Kjartan Henry er snúinn aftur í raðir Horsens. vísir/getty Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira