„Ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2020 12:34 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58