Vika í lífi ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2020 15:00 Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun