Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 20:00 Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi, sem var staddur á Þingvöllum í gær í góða veðrinu ásamt fjölda fólks til að fylgjast með Urriðanum í Öxará. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira