Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:09 Mikið tekjufall hefur orðið hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum frá því að kóronuveirufaraldurinn skall á. Öllum landvörðum á Þingvöllum var sagt upp störfum í dag. Vísir/Vilhelm Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36
Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20
Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37