Tók upp samfarir í heimildarleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 10:19 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira