„Við viljum þetta meira en allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 15:31 Birkir Bjarnason verður fyrirliði Íslands gegn Belgíu á morgun. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. Birkir ræddi við Vísi í hádeginu í dag en þá var ekki orðið ljóst að starfsmaður KSÍ hefði greinst með kórónuveirusmit, og að Erik Hamrén og allt starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn hafa ekki verið settir í sóttkví og enn stendur til að leikurinn við Belgíu annað kvöld fari fram. Ísland er einum leik (gegn Ungverjalandi 12. nóvember) frá því að komast á EM næsta sumar. Í yfirstandandi landsleikjatörn hefur sýnt sig, eins og síðustu misseri, að leikmennirnir sem komu Íslandi á tvö stórmót eru orðnir „brothættari“ þegar horft er til meiðsla. Þannig valda gömul og ný meiðsli því að Alfreð, Jóhann Berg, Kári og Ragnar, og einnig hinn ungi Arnór Sigurðsson, geta ekki spilað gegn Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Klippa: Viðtal við Birki Bjarna fyrir Belgíuleik „Þetta hefur verið umræðan síðustu ár, að við séum að verða svolítið gamlir. Að mínu mati er samt kjarninn í þessu liði ekki of gamall. Við erum í kringum þrítugt og ættum að vera á okkar besta aldri,“ segir Birkir. Draumurinn er skýr um að komast á EM: „Vissulega eru nokkrir aðeins eldri, en þú sérð samt mann eins og Kára Árnason sem er orðinn 38 ára en spilar gríðarlega vel með landsliðinu. Ég held að það verði aldrei nein spurning hvort að við verðum klárir. Við viljum þetta meira en allt.“ Ber fyrirliðabandið stoltur Birkir mun, ef af leiknum verður, í fyrsta sinn leiða íslenska liðið inn á völlinn á morgun sem fyrirliði, í leiknum erfiða við Belgíu sem er í efsta sæti heimslistans. „Ég er náttúrulega stoltur af því að bera fyrirliðabandið en þetta verður bara eins og hver annar leikur fyrir mér,“ segir Birkir. Til viðbótar við þá fimm sem nefndir eru að ofan og verða ekki með á morgun, eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson farnir heim. Enn á ný vantar því fjölda leikmanna í leik gegn Belgíu, sem sýnt hefur yfirburði sína í fyrri leikjum gegn Íslandi. Synd að geta ekki mætt þeim bestu með okkar besta lið „Þetta hefur verið svolítið þannig síðustu ár, sem er synd. Við erum að mæta hérna sterkustu þjóðum í heimi og þá væri best að vera með sitt besta lið. Aftur á móti er þetta gott tækifæri fyrir aðra til að sýna sig og það eru margir sem hafa gert það,“ segir Birkir. „Við þekkjum Belga mjög vel eftir að hafa spilað mikið við þá síðustu ár. Við vorum ekki sáttir síðast [5-1 tap ytra í september], fengum á okkur allt of mikið af mörkum og ætlum okkur að gera betur. Það er kostur að vera hér heima á Laugardalsvelli í kuldanum. Við reynum að gera okkar besta og ná í góð úrslit,“ segir Birkir. Hann segir það ekkert lykilatriði að Kevin De Bruyne og Eden Hazard missi af leiknum: „Ég held að það skipti ekkert rosalega miklu máli. Það koma gríðarlega góðir leikmenn inn í þeirra stað og þetta verður alltaf gríðarlega sterkt lið sem við mætum.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02 Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. Birkir ræddi við Vísi í hádeginu í dag en þá var ekki orðið ljóst að starfsmaður KSÍ hefði greinst með kórónuveirusmit, og að Erik Hamrén og allt starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn hafa ekki verið settir í sóttkví og enn stendur til að leikurinn við Belgíu annað kvöld fari fram. Ísland er einum leik (gegn Ungverjalandi 12. nóvember) frá því að komast á EM næsta sumar. Í yfirstandandi landsleikjatörn hefur sýnt sig, eins og síðustu misseri, að leikmennirnir sem komu Íslandi á tvö stórmót eru orðnir „brothættari“ þegar horft er til meiðsla. Þannig valda gömul og ný meiðsli því að Alfreð, Jóhann Berg, Kári og Ragnar, og einnig hinn ungi Arnór Sigurðsson, geta ekki spilað gegn Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Klippa: Viðtal við Birki Bjarna fyrir Belgíuleik „Þetta hefur verið umræðan síðustu ár, að við séum að verða svolítið gamlir. Að mínu mati er samt kjarninn í þessu liði ekki of gamall. Við erum í kringum þrítugt og ættum að vera á okkar besta aldri,“ segir Birkir. Draumurinn er skýr um að komast á EM: „Vissulega eru nokkrir aðeins eldri, en þú sérð samt mann eins og Kára Árnason sem er orðinn 38 ára en spilar gríðarlega vel með landsliðinu. Ég held að það verði aldrei nein spurning hvort að við verðum klárir. Við viljum þetta meira en allt.“ Ber fyrirliðabandið stoltur Birkir mun, ef af leiknum verður, í fyrsta sinn leiða íslenska liðið inn á völlinn á morgun sem fyrirliði, í leiknum erfiða við Belgíu sem er í efsta sæti heimslistans. „Ég er náttúrulega stoltur af því að bera fyrirliðabandið en þetta verður bara eins og hver annar leikur fyrir mér,“ segir Birkir. Til viðbótar við þá fimm sem nefndir eru að ofan og verða ekki með á morgun, eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson farnir heim. Enn á ný vantar því fjölda leikmanna í leik gegn Belgíu, sem sýnt hefur yfirburði sína í fyrri leikjum gegn Íslandi. Synd að geta ekki mætt þeim bestu með okkar besta lið „Þetta hefur verið svolítið þannig síðustu ár, sem er synd. Við erum að mæta hérna sterkustu þjóðum í heimi og þá væri best að vera með sitt besta lið. Aftur á móti er þetta gott tækifæri fyrir aðra til að sýna sig og það eru margir sem hafa gert það,“ segir Birkir. „Við þekkjum Belga mjög vel eftir að hafa spilað mikið við þá síðustu ár. Við vorum ekki sáttir síðast [5-1 tap ytra í september], fengum á okkur allt of mikið af mörkum og ætlum okkur að gera betur. Það er kostur að vera hér heima á Laugardalsvelli í kuldanum. Við reynum að gera okkar besta og ná í góð úrslit,“ segir Birkir. Hann segir það ekkert lykilatriði að Kevin De Bruyne og Eden Hazard missi af leiknum: „Ég held að það skipti ekkert rosalega miklu máli. Það koma gríðarlega góðir leikmenn inn í þeirra stað og þetta verður alltaf gríðarlega sterkt lið sem við mætum.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02 Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47
De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02
Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46