Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2020 12:18 Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Vísir/Hanna Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrárinnar eykst um sex prósentustig milli ára. Í tilkynningu frá MMR segir að fjöldi þeirra sem segist á báðum áttum fækki – sérstaklega meðal ungs fólks sem tekur nú afgerandi afstöðu með endurnýjun stjórnarskrár. 69% prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára sögðu endurnýjun frekar eða mjög mikilvæga. „Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun MMR, frá í október 2019, þegar þessi sömu hlutföll reyndust 56% fyrir konur og 49% fyrir karla. Sem fyrr þá reyndist hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga hæst í aldurshópnum 67 ára og eldri (50%) en töluverð breyting varð hvað aldurshópinn 18-29 ára varðaði, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24% í 46%. Hlutfall þeirra sem kváðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst einnig í öðrum aldurshópum - úr 29% í 35% meðal 30-49 ára og úr 34% í 37% meðal 50-67 ára. Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst hvort tveggja á höfuðborgarsvæðinu (úr 34% í 43%) og á landsbyggðinni (úr 28% í 34%). Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62% á höfuðborgarsvæðinu og 52% á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni. Svarfjöldi könnunnarinnar var 2.043 einstaklingar og var hún framkvæmd dagana 10. til 23. september 2020. Stjórnarskrá Skoðanakannanir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrárinnar eykst um sex prósentustig milli ára. Í tilkynningu frá MMR segir að fjöldi þeirra sem segist á báðum áttum fækki – sérstaklega meðal ungs fólks sem tekur nú afgerandi afstöðu með endurnýjun stjórnarskrár. 69% prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára sögðu endurnýjun frekar eða mjög mikilvæga. „Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun MMR, frá í október 2019, þegar þessi sömu hlutföll reyndust 56% fyrir konur og 49% fyrir karla. Sem fyrr þá reyndist hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga hæst í aldurshópnum 67 ára og eldri (50%) en töluverð breyting varð hvað aldurshópinn 18-29 ára varðaði, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24% í 46%. Hlutfall þeirra sem kváðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst einnig í öðrum aldurshópum - úr 29% í 35% meðal 30-49 ára og úr 34% í 37% meðal 50-67 ára. Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst hvort tveggja á höfuðborgarsvæðinu (úr 34% í 43%) og á landsbyggðinni (úr 28% í 34%). Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62% á höfuðborgarsvæðinu og 52% á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni. Svarfjöldi könnunnarinnar var 2.043 einstaklingar og var hún framkvæmd dagana 10. til 23. september 2020.
Stjórnarskrá Skoðanakannanir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira