Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 13:00 Hafdís Renötudóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira