Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 15:00 Verðlaunaafhendingar eru líka óvenjulegar á COVID-19 tímum eins og sjá má hér þegar Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, sækir sjálf bikarinn eftir sigur í Meistarakeppni HSÍ í haust. Vísir/Halldór Ingi Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira