Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 13:30 Klara Bjartmarz fundar hér með landsliðsþjálfurunum fyrir æfingu landsliðsins í hádeginu. VÍSIR/VILHELM Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“ KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“
KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira