Fékk meira en 216 milljónir á hvern leik sem hann spilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 13:01 Le'Veon Bell þarf ekki að kvarta mikið yfir launum sem hann fékk frá New York Jets þótt að tækifærin inn á vellinum hafi oft verið furðuleg. Getty/Mark Brown NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá. NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá.
NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira