Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 11:07 Þorgrímur Þráinsson faðmar Birki Bjarnason að sér eftir sigurinn frækna á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. STÖÐ 2 SPORT Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16