Topplið heimslista FIFA hefur aldrei áður spilað á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 14:00 Olivier Giroud tryggir Frökkum 1-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í fyrra. Getty/Jan Hetfleisch Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira