Nafn mannsins sem lést í húsbílabruna í Grafningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 14:37 Einar Jónsson var fæddur árið 1982. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lögreglan Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01
Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34