Aflétta rýmingu fyrir Gilsá 1 og 2 Sylvía Hall skrifar 14. október 2020 17:35 Annar angi skriðunnar teygði sig á milli Gilsár I og Gilsár II. Vísir/Tryggvi Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2, auk sumarbústaðar við Gilsá 2. Stærðarinnar skriða féll í fjallinu á þriðjudaginn 6. október og hefur svæðið verið vaktað síðan. Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins líkt og sjá má í fréttinni fyrir neðan. Aðstæður voru metnar í gær af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að aflétta rýmingu hafi verið tekin í kjölfar fundar með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofunni og ábúendum á bæunum. „Aðstæður eru metnar þannig að eftir mikinn snjóavetur og leysingar sumarsins er líklegt að óvenju mikið vatn hafi safnast fyrir í urðinni sem hafi valdið háum grunnvatnsþrýstingi og átt þátt í því að hluti urðarinnar í Hleiðargarðsfjalli rann fram,“ segir í tilkynningunni. Engar merkjanlegar breytingar hafa orðið í eða við skriðusárið síðan á föstudag samkvæmt tilkynningunni en búist er við því að laust efni geti fallið á svæðinu. Veðurstofa Íslands mun áfram fylgjast með svæðinu næstu daga þrátt fyrir að rýming sé ekki enn í gildi. Hér að neðan má sjá myndband sem Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, tók þegar hann fylgdist með skriðunni falla. Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27 Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48 Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00 Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2, auk sumarbústaðar við Gilsá 2. Stærðarinnar skriða féll í fjallinu á þriðjudaginn 6. október og hefur svæðið verið vaktað síðan. Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins líkt og sjá má í fréttinni fyrir neðan. Aðstæður voru metnar í gær af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að aflétta rýmingu hafi verið tekin í kjölfar fundar með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofunni og ábúendum á bæunum. „Aðstæður eru metnar þannig að eftir mikinn snjóavetur og leysingar sumarsins er líklegt að óvenju mikið vatn hafi safnast fyrir í urðinni sem hafi valdið háum grunnvatnsþrýstingi og átt þátt í því að hluti urðarinnar í Hleiðargarðsfjalli rann fram,“ segir í tilkynningunni. Engar merkjanlegar breytingar hafa orðið í eða við skriðusárið síðan á föstudag samkvæmt tilkynningunni en búist er við því að laust efni geti fallið á svæðinu. Veðurstofa Íslands mun áfram fylgjast með svæðinu næstu daga þrátt fyrir að rýming sé ekki enn í gildi. Hér að neðan má sjá myndband sem Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, tók þegar hann fylgdist með skriðunni falla.
Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27 Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48 Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00 Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27
Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48
Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00
Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26