Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Sylvía Hall skrifar 14. október 2020 18:48 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru. Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru.
Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent