„Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2020 08:15 Mæðginin Rúrik Gíslason og Þóra Ragnarsdóttir voru mjög náin og byrjuðu alla daga á símtali. Mynd úr einkasafni Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. Hann segir að þetta hafi mótað hans karakter. „Það var náttúrulega ótrúlegt áfall,“ segir Rúrik um símtalið sem hann fékk frá móður sinni, Þóru Ragnarsdóttir, um að hún hefði greinst með hvítblæði. Hann segir að fréttunum hafi fylgt sjokk og ótrúleg sorg. „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið.“ Skildu hvort annað Rúrik var staddur í Þýskalandi á þessum tíma, en hann hefur spilað knattspyrnu erlendis í 17 ár. Hann hélt þó í byrjun að það sem móðir hans var við góða heilsu þá myndi hún takast á við þetta verkefni og halda svo áfram með lífið. „Hún fer strax í lyfjameðferð og verður auðvitað mjög veik.“ Þóra lést 16. apríl síðast liðinn, aðeins hálfu ári eftir greininguna. Rúrik segir að hann hafi ekki búist við því að missa foreldri á þessum aldri. Rúrik hefur dvalið á Íslandi síðan í maí og hann ræddi sorgarferlið á dögunum í einlægu viðtali í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þáttinn í heild sinni má finna hér neðar í fréttinni. Mæðginin voru mjög náin og síðustu ár byrjaði hann flesta morgna á því að hringja í móður sína og ræddu þau um lífið og tilveruna á meðan hann keyrði á æfingar. „Okkar sérstaka samband lýsir sér einhvern veginn í því hvernig hún skildi mig, margt sem ég gat rætt við hana og hún við mig sem við hefðum held ég ekki getað rætt við neinn annan. Við skildum bara hvort annað mjög vel.“ Missti aldrei vonina Rúrik segir að hann sakni kraftmikillar nærveru móður sinnar, hún hafi skilið mikið eftir sig. „Þetta er ótrúlega mikill missir.“ Hann segir að hann hafi verið í mikilli „búbblu“ í Þýskalandi og kannski ekki gert sér grein fyrir því hversu veik hún var í raun og veru fyrr en rétt undir lokin. Hún hafi sett upp grímu og á vissan hátt verndað hann fyrir stöðunni. Þegar fjölskyldan hringdi og sagði honum að koma heim, stökk hann af stað til Íslands í miðju Covid og gat verið með fjölskyldunni síðustu vikurnar. Mamma fékk treyjuna eftir leikinn.Mynd úr einkasafni „Ég er skuldbundinn erlendis í vinnu á þessum tíma. Þannig að ég held að ég hefði ekki getað gert neitt öðruvísi, því miður.“ Rúrik segir að þegar móðir hans var komin inn á líknadeild og var haldið sofandi, hafi hann enn ekki verið búinn að sætta sig við að þetta væru endalokin. „Maður missti aldrei vonina.“ Í viðtalinu segir hann frá missinum, sorgarúrvinnslunni og taktlausu pressunni frá liðinu úti um að koma til baka eftir að móðir hann lést. Einnig tilfinningunni um að vera að bregðast henni með því að vera ekki kistuberi og hvernig það var að fylgjast með jarðaförinni í gegnum netið, staddur í öðru landi. Hægt er að hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ótrúlegur karakter Bjarki Már Sigvaldason æskuvinur Rúriks lést sumarið 2019 eftir löng og erfið veikindi. Rúrik segir í viðtalinu að það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með Bjarka Má í þessari sjö ára báráttu við krabbameinið. „Hvernig hann gerði það var líka virðingarvert,“ útskýrir Rúrik. „Hann kvartaði aldrei ef ég hugsa til baka og hugsa heildarmyndina, algjört æðruleysi sem var aðdáunarvert. Þetta er ótrúlegur karakter sem fór frá okkur þar.“ Rúrik segir að þessi erfiða reynsla hafi kennt honum þakklæti. „Þetta kenndi manni það að vera með báða fætur á jörðinni, því við eigum það öll til að vera að kvarta yfir hlutum sem við eigum engan rétt á að vera að kvarta yfir. Ég var og er sennilega enn þann dag í dag, einn af þeim sem á það til.“ Forgangsröðunin breyttist Af Bjarka lærði hann líka að kunna að meta hlutina . „Ég var oft upptekinn af því að kaupa hitt og þetta og eignast hitt og þetta. Hann kenndi mér að sá sem verður aldrei þakklátur fyrir það sem hann á og hefur, hann mun aldrei eignast neitt.“ Rúrik segir að lífið hans hafi þróast hratt og ört og hann hafi sjálfur verið kominn á þann stað að geta keypt og gert það sem hann vildi. „Ég fann það alveg að ég var kominn í aðstæður sem gerðu það að verkum að það hefði verið mjög auðvelt fyrir mig að missa báða fætur af jörðinni. Ég ætla bara að gefa Bjarka það skuldlaust, ég tel að svo hafi ekki farið, bara út af því að ég þurfti að horfa á vin minn ganga í gegnum ýmislegt. Það hafði mjög mótandi áhrif á mig.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Fótbolti Tengdar fréttir Rúrik gefur út sitt fyrsta lag og myndband á næstunni Knattspyrnumaðurinn, athafnamaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason mun á næstunni senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband. 14. september 2020 15:30 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. Hann segir að þetta hafi mótað hans karakter. „Það var náttúrulega ótrúlegt áfall,“ segir Rúrik um símtalið sem hann fékk frá móður sinni, Þóru Ragnarsdóttir, um að hún hefði greinst með hvítblæði. Hann segir að fréttunum hafi fylgt sjokk og ótrúleg sorg. „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið.“ Skildu hvort annað Rúrik var staddur í Þýskalandi á þessum tíma, en hann hefur spilað knattspyrnu erlendis í 17 ár. Hann hélt þó í byrjun að það sem móðir hans var við góða heilsu þá myndi hún takast á við þetta verkefni og halda svo áfram með lífið. „Hún fer strax í lyfjameðferð og verður auðvitað mjög veik.“ Þóra lést 16. apríl síðast liðinn, aðeins hálfu ári eftir greininguna. Rúrik segir að hann hafi ekki búist við því að missa foreldri á þessum aldri. Rúrik hefur dvalið á Íslandi síðan í maí og hann ræddi sorgarferlið á dögunum í einlægu viðtali í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þáttinn í heild sinni má finna hér neðar í fréttinni. Mæðginin voru mjög náin og síðustu ár byrjaði hann flesta morgna á því að hringja í móður sína og ræddu þau um lífið og tilveruna á meðan hann keyrði á æfingar. „Okkar sérstaka samband lýsir sér einhvern veginn í því hvernig hún skildi mig, margt sem ég gat rætt við hana og hún við mig sem við hefðum held ég ekki getað rætt við neinn annan. Við skildum bara hvort annað mjög vel.“ Missti aldrei vonina Rúrik segir að hann sakni kraftmikillar nærveru móður sinnar, hún hafi skilið mikið eftir sig. „Þetta er ótrúlega mikill missir.“ Hann segir að hann hafi verið í mikilli „búbblu“ í Þýskalandi og kannski ekki gert sér grein fyrir því hversu veik hún var í raun og veru fyrr en rétt undir lokin. Hún hafi sett upp grímu og á vissan hátt verndað hann fyrir stöðunni. Þegar fjölskyldan hringdi og sagði honum að koma heim, stökk hann af stað til Íslands í miðju Covid og gat verið með fjölskyldunni síðustu vikurnar. Mamma fékk treyjuna eftir leikinn.Mynd úr einkasafni „Ég er skuldbundinn erlendis í vinnu á þessum tíma. Þannig að ég held að ég hefði ekki getað gert neitt öðruvísi, því miður.“ Rúrik segir að þegar móðir hans var komin inn á líknadeild og var haldið sofandi, hafi hann enn ekki verið búinn að sætta sig við að þetta væru endalokin. „Maður missti aldrei vonina.“ Í viðtalinu segir hann frá missinum, sorgarúrvinnslunni og taktlausu pressunni frá liðinu úti um að koma til baka eftir að móðir hann lést. Einnig tilfinningunni um að vera að bregðast henni með því að vera ekki kistuberi og hvernig það var að fylgjast með jarðaförinni í gegnum netið, staddur í öðru landi. Hægt er að hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ótrúlegur karakter Bjarki Már Sigvaldason æskuvinur Rúriks lést sumarið 2019 eftir löng og erfið veikindi. Rúrik segir í viðtalinu að það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með Bjarka Má í þessari sjö ára báráttu við krabbameinið. „Hvernig hann gerði það var líka virðingarvert,“ útskýrir Rúrik. „Hann kvartaði aldrei ef ég hugsa til baka og hugsa heildarmyndina, algjört æðruleysi sem var aðdáunarvert. Þetta er ótrúlegur karakter sem fór frá okkur þar.“ Rúrik segir að þessi erfiða reynsla hafi kennt honum þakklæti. „Þetta kenndi manni það að vera með báða fætur á jörðinni, því við eigum það öll til að vera að kvarta yfir hlutum sem við eigum engan rétt á að vera að kvarta yfir. Ég var og er sennilega enn þann dag í dag, einn af þeim sem á það til.“ Forgangsröðunin breyttist Af Bjarka lærði hann líka að kunna að meta hlutina . „Ég var oft upptekinn af því að kaupa hitt og þetta og eignast hitt og þetta. Hann kenndi mér að sá sem verður aldrei þakklátur fyrir það sem hann á og hefur, hann mun aldrei eignast neitt.“ Rúrik segir að lífið hans hafi þróast hratt og ört og hann hafi sjálfur verið kominn á þann stað að geta keypt og gert það sem hann vildi. „Ég fann það alveg að ég var kominn í aðstæður sem gerðu það að verkum að það hefði verið mjög auðvelt fyrir mig að missa báða fætur af jörðinni. Ég ætla bara að gefa Bjarka það skuldlaust, ég tel að svo hafi ekki farið, bara út af því að ég þurfti að horfa á vin minn ganga í gegnum ýmislegt. Það hafði mjög mótandi áhrif á mig.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Fótbolti Tengdar fréttir Rúrik gefur út sitt fyrsta lag og myndband á næstunni Knattspyrnumaðurinn, athafnamaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason mun á næstunni senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband. 14. september 2020 15:30 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Rúrik gefur út sitt fyrsta lag og myndband á næstunni Knattspyrnumaðurinn, athafnamaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason mun á næstunni senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband. 14. september 2020 15:30
Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00