Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 12:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira