Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 16:52 Trump með báða þumla á lofti á svölum Hvíta hússins eftir útskrift af Walter Reed-sjúkrahúsinu 5. október. Vísir/getty Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. Þetta kemur fram í umfjöllun um lyfið á Vísindavefnum í dag. Trump hefur kallað lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki, og heitið því að Bandaríkjamenn fái það ókeypis innan skamms. Lyfið verður þó líklega dýrt, líkt og önnur líftæknilyf, auk þess sem það verður líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok. „Blessun frá Guði“ Bandaríkjaforseti hefur dásamað REGN-COV2 í bak og fyrir síðan hann greindist með veiruna um mánaðamótin. Þannig lýsti hann því í ávarpi sem hann birti á Twitter í síðustu viku, skömmu eftir útskrift af Walter Reed-sjúkrahúsinu, að hann liti á það sem „blessun“ að hafa smitast af veirunni. „Mér líður frábærlega. Mér líður fullkomlega. Ég held að þetta hafi verið blessun frá Guði, að ég hafi smitast. Þetta var lán í óláni. Ég smitaðist, ég heyrði af þessu lyfi og ég sagði „látið mig taka það“. Það var tillaga mín,“ sagði Trump. „Ég vil útvega ykkur það sem ég fékk. Og ég mun hafa það ókeypis, þið þurfið ekki að borga fyrir það.“ Þá lýsti Trump því fjálglega yfir að hann teldi lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki. Engin lækning hefur fundist við veirunni. „Að mínu mati var það ekki bara græðandi. Það lét mér bara batna, ókei? Ég kalla það lækningu,“ sagði Trump í ávarpinu, sem sjá má hér að neðan. A MESSAGE FROM THE PRESIDENT! pic.twitter.com/uhLIcknAjT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Magnús Jóhannsson prófessor emeritus í líflyfjafræði við Háskóla Íslands tekur lyfið til umfjöllunar í svari sem birt var á Vísindavefnum í dag. Magnús getur þess að samkvæmt bestu heimildum hafi Trump ekki aðeins verið meðhöndlaður með REGN-COV2, heldur einnig með lyfinu remdesivír, sem hingað til hefur nýst gegn einkennum Covid-19, auk þess sem honum hafi verið gefnir barksterar. „Það er því ekki ljóst hvaða lyf kunna að hafa hjálpað Trump að ná bata. Kannski batnaði honum þrátt fyrir meðferðina sem hann fékk en ekki vegna hennar,“ segir Magnús. REGN-COV2, sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Regeneron, er ekki bóluefni heldur blanda tveggja mótefna. Annað er upprunnið úr mönnum sem hafa veikst af Covid-19 og batnað en hitt úr músum sem voru sýktar með veirunni. Mótefnunum er ætlað að bindast prótínum á yfirborði kórónuveirunnar og hindra að hún geti tengst við og sýkt frumur líkamans. Líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok Magnús bendir á að lyfið sé alls ekki fullrannsakað. Enn hafi ekki verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn og sé öruggt. Lokarannsóknir á virkni og öryggi lyfsins standi yfir. Þá hafa innan við 300 sjúklingar fengið lyfið í þeim rannsóknum sem nú er lokið. Tugir þúsunda munu fá lyfið áður en rannsóknunum lýkur. Þá bendir Magnús jafnframt á að framleiðandinn telji sig geta verið tilbúinn með lyfjaskammta fyrir allt að 300 þúsund sjúklinga fyrir árslok. „[…] þannig að lyfið verður ekki í boði nema handa tiltölulega fáum útvöldum fyrr en á næsta ári. Þetta lyf er í flokki líftæknilyfja sem öll eru dýr en enginn verðmiði er enn kominn á lyfið enda óvissa um kostnaðinn við lokarannsóknir,“ segir Magnús. Benda má á að Trump átti um skeið hlutabréf í Regeneron, sem þróar nú lyfið. Þá eru hann og Leonard Schleifer, forstjóri fyrirtækisins, sagðir kunningjar í frétt CNN frá því fyrr í mánuðinum. Þar kemur fram að sá síðarnefndi hafi verið meðlimur í golfklúbbi forsetans í Westchester í New York. Ásókn í lyfið hefur aukist til muna eftir að Trump hóf herferð sína fyrr í mánuðinum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian sem birtist í síðustu viku. Þannig hafa sjúklingar sóst eftir því í auknum mæli að taka þátt í rannsóknum á lyfinu. Þá hefur Regeneron þegar sótt um svokallað „neyðarsamþykki“ á lyfinu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA). Fram kemur í svari Magnúsar á Vísindavefnum að fleiri lyfjaframleiðendur séu að þróa ný lyf sem byggja á sömu eða svipuðum forsendum og REGN-COV2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Lyf Tengdar fréttir Barron Trump greindist einnig með veiruna Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna. 14. október 2020 20:43 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 13. október 2020 07:18 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. Þetta kemur fram í umfjöllun um lyfið á Vísindavefnum í dag. Trump hefur kallað lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki, og heitið því að Bandaríkjamenn fái það ókeypis innan skamms. Lyfið verður þó líklega dýrt, líkt og önnur líftæknilyf, auk þess sem það verður líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok. „Blessun frá Guði“ Bandaríkjaforseti hefur dásamað REGN-COV2 í bak og fyrir síðan hann greindist með veiruna um mánaðamótin. Þannig lýsti hann því í ávarpi sem hann birti á Twitter í síðustu viku, skömmu eftir útskrift af Walter Reed-sjúkrahúsinu, að hann liti á það sem „blessun“ að hafa smitast af veirunni. „Mér líður frábærlega. Mér líður fullkomlega. Ég held að þetta hafi verið blessun frá Guði, að ég hafi smitast. Þetta var lán í óláni. Ég smitaðist, ég heyrði af þessu lyfi og ég sagði „látið mig taka það“. Það var tillaga mín,“ sagði Trump. „Ég vil útvega ykkur það sem ég fékk. Og ég mun hafa það ókeypis, þið þurfið ekki að borga fyrir það.“ Þá lýsti Trump því fjálglega yfir að hann teldi lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki. Engin lækning hefur fundist við veirunni. „Að mínu mati var það ekki bara græðandi. Það lét mér bara batna, ókei? Ég kalla það lækningu,“ sagði Trump í ávarpinu, sem sjá má hér að neðan. A MESSAGE FROM THE PRESIDENT! pic.twitter.com/uhLIcknAjT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Magnús Jóhannsson prófessor emeritus í líflyfjafræði við Háskóla Íslands tekur lyfið til umfjöllunar í svari sem birt var á Vísindavefnum í dag. Magnús getur þess að samkvæmt bestu heimildum hafi Trump ekki aðeins verið meðhöndlaður með REGN-COV2, heldur einnig með lyfinu remdesivír, sem hingað til hefur nýst gegn einkennum Covid-19, auk þess sem honum hafi verið gefnir barksterar. „Það er því ekki ljóst hvaða lyf kunna að hafa hjálpað Trump að ná bata. Kannski batnaði honum þrátt fyrir meðferðina sem hann fékk en ekki vegna hennar,“ segir Magnús. REGN-COV2, sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Regeneron, er ekki bóluefni heldur blanda tveggja mótefna. Annað er upprunnið úr mönnum sem hafa veikst af Covid-19 og batnað en hitt úr músum sem voru sýktar með veirunni. Mótefnunum er ætlað að bindast prótínum á yfirborði kórónuveirunnar og hindra að hún geti tengst við og sýkt frumur líkamans. Líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok Magnús bendir á að lyfið sé alls ekki fullrannsakað. Enn hafi ekki verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn og sé öruggt. Lokarannsóknir á virkni og öryggi lyfsins standi yfir. Þá hafa innan við 300 sjúklingar fengið lyfið í þeim rannsóknum sem nú er lokið. Tugir þúsunda munu fá lyfið áður en rannsóknunum lýkur. Þá bendir Magnús jafnframt á að framleiðandinn telji sig geta verið tilbúinn með lyfjaskammta fyrir allt að 300 þúsund sjúklinga fyrir árslok. „[…] þannig að lyfið verður ekki í boði nema handa tiltölulega fáum útvöldum fyrr en á næsta ári. Þetta lyf er í flokki líftæknilyfja sem öll eru dýr en enginn verðmiði er enn kominn á lyfið enda óvissa um kostnaðinn við lokarannsóknir,“ segir Magnús. Benda má á að Trump átti um skeið hlutabréf í Regeneron, sem þróar nú lyfið. Þá eru hann og Leonard Schleifer, forstjóri fyrirtækisins, sagðir kunningjar í frétt CNN frá því fyrr í mánuðinum. Þar kemur fram að sá síðarnefndi hafi verið meðlimur í golfklúbbi forsetans í Westchester í New York. Ásókn í lyfið hefur aukist til muna eftir að Trump hóf herferð sína fyrr í mánuðinum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian sem birtist í síðustu viku. Þannig hafa sjúklingar sóst eftir því í auknum mæli að taka þátt í rannsóknum á lyfinu. Þá hefur Regeneron þegar sótt um svokallað „neyðarsamþykki“ á lyfinu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA). Fram kemur í svari Magnúsar á Vísindavefnum að fleiri lyfjaframleiðendur séu að þróa ný lyf sem byggja á sömu eða svipuðum forsendum og REGN-COV2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Lyf Tengdar fréttir Barron Trump greindist einnig með veiruna Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna. 14. október 2020 20:43 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 13. október 2020 07:18 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Barron Trump greindist einnig með veiruna Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna. 14. október 2020 20:43
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55
Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 13. október 2020 07:18