Furðar sig á fáfræði þingmanna Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 17:19 Eiríkur Rögnvaldsson, en lítil ástæða er til að draga þekkingu hans á viðfangsefninu í efa, segir þingmenn vaða reyk í tali sínu um íslenska tungu og mannanöfn. visir/vilhelm „Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“ Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“
Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30