Mældu hjartslátt Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni sem hún rústaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:41 Katrín Tanja Davíðsdóttir í handstöðuæfingunni á heimsleikunum þar sem hún hafi mikla yfirburði. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Sjá meira