Hugsað með hjartanu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 19. október 2020 07:01 Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun