Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 10:25 Hér má sjá tæklingu Pickford á Van Dijk sem leiddi til þess að sá síðarnefndi þurfti að yfirgefa leikvöllinn. Laurence Griffiths/Getty Images Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30
Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01
Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30