Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 10:25 Hér má sjá tæklingu Pickford á Van Dijk sem leiddi til þess að sá síðarnefndi þurfti að yfirgefa leikvöllinn. Laurence Griffiths/Getty Images Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30
Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01
Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30