Sundlaugar og íþróttahús lokuð á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 21:18 Svona verða allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Vísir/vilhelm Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkomubann tekur gildi um allt land nú á miðnætti og verður í gildi í fjórar vikur. Á meðan það varir þarf að tryggja með einum eða öðrum hætti að aldrei séu fleiri en hundrað manns inn í sama rými. Þetta á meðal annars við um sundstaði og íþróttamiðstöðvar. Þess fyrir utan er gert ráð fyrir því að tveggja metra fjarlægð sé alla jafna á milli einstaklinga. Erfitt að tryggja fjarlægð „Sundlaugar eiga á flestum tímum dagsins að geta uppfyllt fyrra skilyrðið en tveggja metra fjarlægð er erfitt að uppfylla í sundlaugum og í íþróttahúsum. Það er ljóst að samkvæmt þeim tilmælum sem borist hafa, mun íþróttastarf og rekstur íþróttamannvirkja riðlast á næstunni,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nú þurfi að endurskipuleggja verkfela með tilliti til nýrra krafna ásamt því að tryggja öryggi gesta og starfsmanna. „Allir sundstaðir og íþróttamiðstöðvar verða því lokaðar mánudaginn 16. mars og dagurinn nýttur til ákvarðanatöku um framhaldið í samstarfi við viðeigandi aðila.“ Íþrótta- og sundkennsla mun riðlast Samkomubannið mun sömuleiðis ná til íþrótta- og sundkennslu á vegum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þar verða ekki hefðbundnir íþrótta- og sundtímar á meðan bannið varir þar sem viðkomandi húsnæði verður lokað fyrir kennslu. Þess í stað munu íþrótta- og sundkennarar vinna með námshópnum í heimastofu eða úti á skólalóð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkomubann tekur gildi um allt land nú á miðnætti og verður í gildi í fjórar vikur. Á meðan það varir þarf að tryggja með einum eða öðrum hætti að aldrei séu fleiri en hundrað manns inn í sama rými. Þetta á meðal annars við um sundstaði og íþróttamiðstöðvar. Þess fyrir utan er gert ráð fyrir því að tveggja metra fjarlægð sé alla jafna á milli einstaklinga. Erfitt að tryggja fjarlægð „Sundlaugar eiga á flestum tímum dagsins að geta uppfyllt fyrra skilyrðið en tveggja metra fjarlægð er erfitt að uppfylla í sundlaugum og í íþróttahúsum. Það er ljóst að samkvæmt þeim tilmælum sem borist hafa, mun íþróttastarf og rekstur íþróttamannvirkja riðlast á næstunni,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nú þurfi að endurskipuleggja verkfela með tilliti til nýrra krafna ásamt því að tryggja öryggi gesta og starfsmanna. „Allir sundstaðir og íþróttamiðstöðvar verða því lokaðar mánudaginn 16. mars og dagurinn nýttur til ákvarðanatöku um framhaldið í samstarfi við viðeigandi aðila.“ Íþrótta- og sundkennsla mun riðlast Samkomubannið mun sömuleiðis ná til íþrótta- og sundkennslu á vegum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þar verða ekki hefðbundnir íþrótta- og sundtímar á meðan bannið varir þar sem viðkomandi húsnæði verður lokað fyrir kennslu. Þess í stað munu íþrótta- og sundkennarar vinna með námshópnum í heimastofu eða úti á skólalóð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25
Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54
Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56