Nauðsynlegt að ræða álitaefni tengd faraldrinum frá öllum hliðum Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 16:30 Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Háskólinn í Reykjavík Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um sóttvarnaráðstafanir og aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir ekki sammála því að það eigi að seinka umræðu um þessi mál, enda séu þau að eiga sér stað núna. „Málefnið snertir alla og hefur áhrif á líf allra. Það eru fjölmargir sem hafa látið lífið og fjölmargir sem munu láta lífið. Því ætti auðvitað að ræða þessi mál frá eins mörgum hliðum og hugsast getur,“ sagði Bjarni í viðtali í Sprengisandi í dag. Hann bendir á að stjórnvöld hafa víðtækar heimildir til þess að grípa til aðgerða við erfiðar aðstæður, enda sé það frumskylda þeirra að vernda réttinn til lífs og heilsu. Þannig sé hægt að réttlæta ýmislegt á grundvelli neyðarréttar, óháð því hvort löggjöf sé til staðar. Þá sé gagnrýnið aðhald á stjórnvöld nauðsynlegt í lýðræðisríkjum og sérstaklega á hættutímum. „Það sem er mjög gott að sjá er að stjórnvöld virðast vera mjög meðvituð um þetta. Það er áhugavert að sjá sóttvarnalækni kalla eftir umræðu um þessi mál.“ Smitsjúkdómar sjaldan nefndir sem samfélagslega ógn Bjarni er menntaður í alþjóðalögum og stjórnmálum og segir umræðuna um smitsjúkdóma sjaldan hafa komið upp í umræðu um ógnir við samfélög. Raunar minnist hann þess ekki að sú umræða hafi verið tekin. „Ég man ekki eftir að hafa heyrt neitt um smitsjúkdóma sem ógnir, en endalaust um hryðjuverk.“ Hann segir mörg áhugaverð lagaleg álitaefni koma upp í tengslum við faraldurinn, og ekki einungis vegna aðgerða stjórnvalda. Líklega muni reyna á margt á sviði samningaréttar og kröfuréttar, en nú beinist athyglin skiljanlega að sóttvarnaráðstöfunum og segir hann marga lögmenn spennta fyrir því að láta reyna á lögmæti ákvarðana á borð við sóttkvíarskyldu. Hann telur ýmsar brotalamir vera á sóttvarnalöggjöfinni og segir margt vera óljóst í þeim efnum. Það sé bagalegt í ljósi þess að margar ákvarðanir séu verulega íþyngjandi og nefnir hann skýrslu Páls Hreinssonar í því samhengi, þar sem bent er á að sóttkví feli í sér frelsisskerðingu og töluvert inngrip í líf fólks. „Það er svolítið óljóst hvert á að skjóta ákvörðunum sóttvarnalæknis. Það er ekki fullkomlega ljóst varðandi öll málin sem lögin fjalla um. Það vantar töluvert upp á að hægt sé að skjóta ákvörðunum um að einstaklingar séu skikkaðir í sóttkví til dómstóla, eins og stjórnarskráin og mannréttindasamningar gera kröfu um,“ segir Bjarni. „Í stuttu máli samræmist sóttvarnalöggjöfin ekki stjórnarskránni að þessu leyti.“ Bjarni bendir á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir heyrir undir embætti Ölmu Möller landlæknis. Ekki sé ljóst hvernig sé hægt að láta reyna á lögmæti ákvarðana varðandi sóttkví og annarra inngripa. Lögreglan Hversu lengi getur neyðarástand varað? „Slökkviliðsstarfa röksemdir taka einhvern tímann enda. Ef neyðarástand er orðið viðvarandi ástand, þá er einhvers konar fyrirsjáanleiki og auðvitað þarf þá að taka það með inn í myndina. Svona röksemdafærslur hljóta á einhverjum tímapunkti að vera marklausar,“ segir Bjarni um aðgerðir stjórnvalda. Hann segir nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti að líta til annarra þátta í stóra samhenginu, líkt og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur bent á. Þannig sé ekki hægt að ætlast til þess að sóttvarnalæknir eigi að vega og meta alla hagsmuni, enda sé hann sérfræðingur í sóttvörnum. Aðrir þættir skipti þó einnig máli enda hefur faraldurinn víðtækar afleiðingar í för með sér. „Þegar það er verið að vísa í vísindin í þessu, þá er verið að vísa í ákveðna tegund af vísindum. Auðvitað er mjög skynsamlegt af stjórnvöldum að byggja allt sem þau gera á vísindum, en við verðum að hafa í huga að þetta er bara brotabrot af tegundum vísinda sem er verið að taka ákvarðanir á.“ Hann segir valdmörkin vera orðin óljós, enda virðist meðlimir þríeykisins oft vera hinir raunverulegu valdhafar. „Þau standa sig með stakri prýði, og greinilega afburðafólk, en maður sér svo ekki raunverulegu valdhafana í jafnmiklu mæli.“ Þá þykir Bjarna áhugavert hversu mikið hefur verið stuðst við tilmæli til almennings. Tilmælin séu óbindandi, annað en reglugerðir, og þau valdi oft misskilningi og getur skapað ósætti milli fólks sem túlkar þau með mismunandi hætti. Hann spyr hversu lengi sé hægt að stjórna mikilvægum þáttum í lífi borgaranna með slíkum tilmælum. „Þegar ég hef horft á upplýsingafundi þríeykisins, þá hef ég stundum átt erfitt með að átta mig á hvort það sem er verið að kynna séu bindandi valdboð eða óbindandi tilmæli,“ segir Bjarni. „En það er kannski af því að ég er lögfræðingur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um sóttvarnaráðstafanir og aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir ekki sammála því að það eigi að seinka umræðu um þessi mál, enda séu þau að eiga sér stað núna. „Málefnið snertir alla og hefur áhrif á líf allra. Það eru fjölmargir sem hafa látið lífið og fjölmargir sem munu láta lífið. Því ætti auðvitað að ræða þessi mál frá eins mörgum hliðum og hugsast getur,“ sagði Bjarni í viðtali í Sprengisandi í dag. Hann bendir á að stjórnvöld hafa víðtækar heimildir til þess að grípa til aðgerða við erfiðar aðstæður, enda sé það frumskylda þeirra að vernda réttinn til lífs og heilsu. Þannig sé hægt að réttlæta ýmislegt á grundvelli neyðarréttar, óháð því hvort löggjöf sé til staðar. Þá sé gagnrýnið aðhald á stjórnvöld nauðsynlegt í lýðræðisríkjum og sérstaklega á hættutímum. „Það sem er mjög gott að sjá er að stjórnvöld virðast vera mjög meðvituð um þetta. Það er áhugavert að sjá sóttvarnalækni kalla eftir umræðu um þessi mál.“ Smitsjúkdómar sjaldan nefndir sem samfélagslega ógn Bjarni er menntaður í alþjóðalögum og stjórnmálum og segir umræðuna um smitsjúkdóma sjaldan hafa komið upp í umræðu um ógnir við samfélög. Raunar minnist hann þess ekki að sú umræða hafi verið tekin. „Ég man ekki eftir að hafa heyrt neitt um smitsjúkdóma sem ógnir, en endalaust um hryðjuverk.“ Hann segir mörg áhugaverð lagaleg álitaefni koma upp í tengslum við faraldurinn, og ekki einungis vegna aðgerða stjórnvalda. Líklega muni reyna á margt á sviði samningaréttar og kröfuréttar, en nú beinist athyglin skiljanlega að sóttvarnaráðstöfunum og segir hann marga lögmenn spennta fyrir því að láta reyna á lögmæti ákvarðana á borð við sóttkvíarskyldu. Hann telur ýmsar brotalamir vera á sóttvarnalöggjöfinni og segir margt vera óljóst í þeim efnum. Það sé bagalegt í ljósi þess að margar ákvarðanir séu verulega íþyngjandi og nefnir hann skýrslu Páls Hreinssonar í því samhengi, þar sem bent er á að sóttkví feli í sér frelsisskerðingu og töluvert inngrip í líf fólks. „Það er svolítið óljóst hvert á að skjóta ákvörðunum sóttvarnalæknis. Það er ekki fullkomlega ljóst varðandi öll málin sem lögin fjalla um. Það vantar töluvert upp á að hægt sé að skjóta ákvörðunum um að einstaklingar séu skikkaðir í sóttkví til dómstóla, eins og stjórnarskráin og mannréttindasamningar gera kröfu um,“ segir Bjarni. „Í stuttu máli samræmist sóttvarnalöggjöfin ekki stjórnarskránni að þessu leyti.“ Bjarni bendir á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir heyrir undir embætti Ölmu Möller landlæknis. Ekki sé ljóst hvernig sé hægt að láta reyna á lögmæti ákvarðana varðandi sóttkví og annarra inngripa. Lögreglan Hversu lengi getur neyðarástand varað? „Slökkviliðsstarfa röksemdir taka einhvern tímann enda. Ef neyðarástand er orðið viðvarandi ástand, þá er einhvers konar fyrirsjáanleiki og auðvitað þarf þá að taka það með inn í myndina. Svona röksemdafærslur hljóta á einhverjum tímapunkti að vera marklausar,“ segir Bjarni um aðgerðir stjórnvalda. Hann segir nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti að líta til annarra þátta í stóra samhenginu, líkt og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur bent á. Þannig sé ekki hægt að ætlast til þess að sóttvarnalæknir eigi að vega og meta alla hagsmuni, enda sé hann sérfræðingur í sóttvörnum. Aðrir þættir skipti þó einnig máli enda hefur faraldurinn víðtækar afleiðingar í för með sér. „Þegar það er verið að vísa í vísindin í þessu, þá er verið að vísa í ákveðna tegund af vísindum. Auðvitað er mjög skynsamlegt af stjórnvöldum að byggja allt sem þau gera á vísindum, en við verðum að hafa í huga að þetta er bara brotabrot af tegundum vísinda sem er verið að taka ákvarðanir á.“ Hann segir valdmörkin vera orðin óljós, enda virðist meðlimir þríeykisins oft vera hinir raunverulegu valdhafar. „Þau standa sig með stakri prýði, og greinilega afburðafólk, en maður sér svo ekki raunverulegu valdhafana í jafnmiklu mæli.“ Þá þykir Bjarna áhugavert hversu mikið hefur verið stuðst við tilmæli til almennings. Tilmælin séu óbindandi, annað en reglugerðir, og þau valdi oft misskilningi og getur skapað ósætti milli fólks sem túlkar þau með mismunandi hætti. Hann spyr hversu lengi sé hægt að stjórna mikilvægum þáttum í lífi borgaranna með slíkum tilmælum. „Þegar ég hef horft á upplýsingafundi þríeykisins, þá hef ég stundum átt erfitt með að átta mig á hvort það sem er verið að kynna séu bindandi valdboð eða óbindandi tilmæli,“ segir Bjarni. „En það er kannski af því að ég er lögfræðingur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira