Segja ákvörðun ráðuneytisins ógna öryggi veiðimanna og auka álag á rjúpnastofninn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 16:12 Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni. Rjúpa Skotveiði Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni.
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira