Miedema orðin markahæst í sögu deildarinnar er Arsenal valtaði yfir Tottenham | Úrslit dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 16:46 Vivianne Miedema hefur skorað 50 mörk í 50 leikjum fyrir Arsenal. Catherine Ivill/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira