„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 21:26 Nokkrar af myndunum sem Jón Viðar tók. Á myndinni í miðjunni má sjá Sonequa Martin-Green, aðalleikkonu Star Trek Discovery. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON
Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira