Fylgdust með æfingadegi hjá Katrínu Tönju og sáu hvernig er svindlað á okkar konu á æfingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir var létt og skemmtilegt í viðtalinu við strákana en hún var þá á fullu að undirbúa sig undir heimsleikana í CrossFit en ofurúrslitin hefjast á föstudaginn. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk góða heimsókn frá ButteryBros á dögunum þegar hún var að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast á föstudaginn. ButteryBros sem við gætum kallað Smjörstrákana eru þeir Heber Cannon og Marston Sawyers og þeir birtu reglulega myndbönd sín á Youtube. Að þessu sinni heimsóttu þeir sleðahundinn til Massachusetts og hafa nú birt afrakstur heimsóknar sinnar. ButteryBros ræddu bæði við Katrínu Tönju sem og þjálfara hennar Ben Bergeron. Bergeron var greinilega spenntur fyrir keppninni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu og sagði að það væri meiri óvissa um greinarnar í ár en síðustu ár á undan. Katrín Tanja byrjaði að fara með strákana í fjallahjólaferð og tók síðan góðar 25 mínútur í æfingahjólinu strax á eftir. Katrín Tanja var líka spennt fyrir morgunmatnum sínum en hún hefur verið mikið fyrir kanilrúsínubeyglur upp á síðkastið. Hún er hins vegar ekki mikið fyrir kaffið. View this post on Instagram What questions would you ask @katrintanja and @benbergeron if you could? @pqp.photo A post shared by ButteryBros (@butterybros) on Oct 18, 2020 at 3:12pm PDT Eftir morgunmatinn var farið á CrossFit æfingu í æfingasalnum hjá CrossFit New England. Strákarnir reyndu þar að leika eftir æfingu Katrínar Tönju en það var allt annað en auðvelt enda okkar kona í svakalegu formi. Strákarnir fengu líka að heyra enn eina leiðina sem Ben Bergeron þjálfari notar til að herða Katrínu Tönju upp andlega. Bergeron biður nefnilega stundum æfingafélaga hennar, Tori Dyson, að svindla viljandi þegar þær eru að gera sömu æfingu saman. Gera færri endurtekningar eða annað sem auðvitað hjálpar hennar að klára á undan Katrínu. „Stundum kemur Ben til mín og biður mig um að stytta mér leið eða gera færri endurtekningar. Ég er hér til að veita henni keppni á æfingunum. Þetta þýðir samt að ég þarf ekki alltaf að gera allar æfingarnar sem er gott. Þetta er umbeðið svindl,“ sagði Tori Dyson hlæjandi og Ben Bergeron viðurkenndi þetta fúslega. Bergeron þjálfari hefur oft fundið alls konar leiðir til að herða Katrínu Tönju á æfingum og það vakti athygli í sumar þegar hann hendi yfir hana sandi og drullu í miðri púlæfingu. Katrín Tanja ræddi líka endurkomu sína í fyrri hluta heimsleikanna þar sem hún átti stórkostlegan dag. Þar sagði hún meðal annars frá bakmeiðslum sínum og hvernig það hafi mikil áhrif hversu lítið hún gat æft lyftingar á fyrri hluta ársins. Katrín Tanja heillaði auðvitaða strákana upp úr skónum með jákvæðni sinni og orku. Það var líka gaman að heyra hana tala um hvernig hún lítur á mótherja sína í ofurúrslitunum. „Ég elska að keppa og fæddist sem keppniskona. Ég hef alltaf fundið leiðir til þess að keppa en ég er að reyna að nýta mér það núna,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir meðal annars við strákana þegar þeir gátu króað hana af í teygjunum. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimsókn strákanna til Katrínu Tönju og hvernig hún var að taka á því á æfingum síðustu vikurnar. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk góða heimsókn frá ButteryBros á dögunum þegar hún var að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast á föstudaginn. ButteryBros sem við gætum kallað Smjörstrákana eru þeir Heber Cannon og Marston Sawyers og þeir birtu reglulega myndbönd sín á Youtube. Að þessu sinni heimsóttu þeir sleðahundinn til Massachusetts og hafa nú birt afrakstur heimsóknar sinnar. ButteryBros ræddu bæði við Katrínu Tönju sem og þjálfara hennar Ben Bergeron. Bergeron var greinilega spenntur fyrir keppninni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu og sagði að það væri meiri óvissa um greinarnar í ár en síðustu ár á undan. Katrín Tanja byrjaði að fara með strákana í fjallahjólaferð og tók síðan góðar 25 mínútur í æfingahjólinu strax á eftir. Katrín Tanja var líka spennt fyrir morgunmatnum sínum en hún hefur verið mikið fyrir kanilrúsínubeyglur upp á síðkastið. Hún er hins vegar ekki mikið fyrir kaffið. View this post on Instagram What questions would you ask @katrintanja and @benbergeron if you could? @pqp.photo A post shared by ButteryBros (@butterybros) on Oct 18, 2020 at 3:12pm PDT Eftir morgunmatinn var farið á CrossFit æfingu í æfingasalnum hjá CrossFit New England. Strákarnir reyndu þar að leika eftir æfingu Katrínar Tönju en það var allt annað en auðvelt enda okkar kona í svakalegu formi. Strákarnir fengu líka að heyra enn eina leiðina sem Ben Bergeron þjálfari notar til að herða Katrínu Tönju upp andlega. Bergeron biður nefnilega stundum æfingafélaga hennar, Tori Dyson, að svindla viljandi þegar þær eru að gera sömu æfingu saman. Gera færri endurtekningar eða annað sem auðvitað hjálpar hennar að klára á undan Katrínu. „Stundum kemur Ben til mín og biður mig um að stytta mér leið eða gera færri endurtekningar. Ég er hér til að veita henni keppni á æfingunum. Þetta þýðir samt að ég þarf ekki alltaf að gera allar æfingarnar sem er gott. Þetta er umbeðið svindl,“ sagði Tori Dyson hlæjandi og Ben Bergeron viðurkenndi þetta fúslega. Bergeron þjálfari hefur oft fundið alls konar leiðir til að herða Katrínu Tönju á æfingum og það vakti athygli í sumar þegar hann hendi yfir hana sandi og drullu í miðri púlæfingu. Katrín Tanja ræddi líka endurkomu sína í fyrri hluta heimsleikanna þar sem hún átti stórkostlegan dag. Þar sagði hún meðal annars frá bakmeiðslum sínum og hvernig það hafi mikil áhrif hversu lítið hún gat æft lyftingar á fyrri hluta ársins. Katrín Tanja heillaði auðvitaða strákana upp úr skónum með jákvæðni sinni og orku. Það var líka gaman að heyra hana tala um hvernig hún lítur á mótherja sína í ofurúrslitunum. „Ég elska að keppa og fæddist sem keppniskona. Ég hef alltaf fundið leiðir til þess að keppa en ég er að reyna að nýta mér það núna,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir meðal annars við strákana þegar þeir gátu króað hana af í teygjunum. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimsókn strákanna til Katrínu Tönju og hvernig hún var að taka á því á æfingum síðustu vikurnar. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira