Viðar Örn með 31 mark í 34 leikjum í Noregi og tók metið af Rikka Daða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 10:31 Viðar Örn Kjartansson kann vel við sig í búningi Vålerenga liðsins. Skjámynd/Youtube Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson Norski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Norski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Sjá meira