Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir skrifar 19. október 2020 11:30 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í Icelandic Salmon AS, norsku móðurfélagi Arnarlax. Þar með renna til Noregs beinharðir þrír milljarðar sem íslenskt verkafólk, meðal annars félagsmenn Eflingar, hafa sparað sér til elliáranna af launum sem unnið hefur verið fyrir hörðum höndum. Arnarlax stundar laxeldi í opnum sjókvíum á Vestfjörðum með frjóan eldislax af norskum uppruna. Frá eldinu streymir úrgangur óhreinsaður beint í sjóinn og safnast upp með tilheyrandi hættu fyrir lífríkið. Reglulega er hellt í opnar kvíarnar eitri til að drepa laxalús sem herjar á eldisfiskana, eitur sem strádrepur aðrar lífverur svo sem rækjur og krabbadýr á svæðinu. Og reglulega sleppa eldisfiskar sem rannsóknir hafa sýnt að útrýma villtum stofnum laxa ef innblöndunin stendur um lengri tíma í nægjanlega miklum mæli. Fjöregg komandi kynslóða, íslensk náttúra, er skiptimyntin sem látin er liggja á milli hluta í þessu braski. Verðmat hins norska móðurfélags Arnarlax var 50 milljarða fyrir innspýtingu íslenska verkafólksins. Á bak við það eru fyrst og fremst eldisleyfi Arnarlax upp á 25.000 tonn í vestfirskum sjó. Verðmat íslensku leyfanna er því ekki fjarri nýlegum kaupum norska sjókvíaeldisrisans Salmar AS, aðaleiganda Icelandic Salmon AS, á norskum leyfum af norska ríkinu þar sem greiddir voru 30 milljarðar fyrir 8.000 tonna leyfi. Þeir 30 milljarðar runnu í norska ríkiskassann, sameign norska verkalýðsins og annarra þar í landi. Á Íslandi er ekkert greitt til ríkisins fyrir úthlutuð eldisleyfi, eldiskvótinn er ókeypis. Íslenskt verkafólk hefur því með sparnaði sínum greitt hinum norsku nýlenduherrum fyrir hlutdeild í íslenskum leyfum sem veitt voru ókeypis. Á sama tíma greiðir norski eigandinn norska ríkinu fyrir viðbótarleyfi í Noregi. Hversu öfugsnúinn getur veruleikinn verið? Höfundur er lögfræðingur og félagi í Íslenska náttúrulífssjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í Icelandic Salmon AS, norsku móðurfélagi Arnarlax. Þar með renna til Noregs beinharðir þrír milljarðar sem íslenskt verkafólk, meðal annars félagsmenn Eflingar, hafa sparað sér til elliáranna af launum sem unnið hefur verið fyrir hörðum höndum. Arnarlax stundar laxeldi í opnum sjókvíum á Vestfjörðum með frjóan eldislax af norskum uppruna. Frá eldinu streymir úrgangur óhreinsaður beint í sjóinn og safnast upp með tilheyrandi hættu fyrir lífríkið. Reglulega er hellt í opnar kvíarnar eitri til að drepa laxalús sem herjar á eldisfiskana, eitur sem strádrepur aðrar lífverur svo sem rækjur og krabbadýr á svæðinu. Og reglulega sleppa eldisfiskar sem rannsóknir hafa sýnt að útrýma villtum stofnum laxa ef innblöndunin stendur um lengri tíma í nægjanlega miklum mæli. Fjöregg komandi kynslóða, íslensk náttúra, er skiptimyntin sem látin er liggja á milli hluta í þessu braski. Verðmat hins norska móðurfélags Arnarlax var 50 milljarða fyrir innspýtingu íslenska verkafólksins. Á bak við það eru fyrst og fremst eldisleyfi Arnarlax upp á 25.000 tonn í vestfirskum sjó. Verðmat íslensku leyfanna er því ekki fjarri nýlegum kaupum norska sjókvíaeldisrisans Salmar AS, aðaleiganda Icelandic Salmon AS, á norskum leyfum af norska ríkinu þar sem greiddir voru 30 milljarðar fyrir 8.000 tonna leyfi. Þeir 30 milljarðar runnu í norska ríkiskassann, sameign norska verkalýðsins og annarra þar í landi. Á Íslandi er ekkert greitt til ríkisins fyrir úthlutuð eldisleyfi, eldiskvótinn er ókeypis. Íslenskt verkafólk hefur því með sparnaði sínum greitt hinum norsku nýlenduherrum fyrir hlutdeild í íslenskum leyfum sem veitt voru ókeypis. Á sama tíma greiðir norski eigandinn norska ríkinu fyrir viðbótarleyfi í Noregi. Hversu öfugsnúinn getur veruleikinn verið? Höfundur er lögfræðingur og félagi í Íslenska náttúrulífssjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun