Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 13:32 Fjarskiptamöstur hafa orðið fyrir barðinu á fólki sem heldur ranglega að tengsl séu á milli nýs afbrigðis kórónuveiru og 5G-farnets. Vísir/EPA Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar. Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar.
Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40
Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10